Fyrirhugað sé að koma upp m.a. minigolf-velli, skautasvelli, borðtennisaðstöðu, leikfimisal, heilsulind, skotæfingarsvæði og bíósal.
„Fjölskylduhótel eru nokkuð algeng í Þýskalandi og Austurríki og sjálfur hef ég farið oft á slík hótel með fjölskyldunni. Þetta er eitthvað sem íslenski markaðurinn hefur ekki upp á að bjóða í dag,“ Dmitrijs Stals, forstjóri og stofnandi Legendary Hotels & Resorts, segir í samtali við Viðskiptablaðið.
Um 155 gistirými verði á fjölskylduhótelinu sem stendur á yfir 50 hektara landi. Gistirýmin verði að stórum hluta smáhýsi, allt frá 40-80 fermetrar.
„Þetta verður einstakt. Þarna mun börnum gefast meðal annars tækifæri á að vera í kringum hesta og önnur dýr. Fjölskylduhótel geta laðað til sín bæði innlenda og erlenda ferðamenn með innviðum umfram það sem þú finnur á hefðbundnu hóteli.“
Hann bendir auk þess á að Ísland sé það Evrópuland þar sem heimamenn sæki hvað mest í innlenda ferðaþjónustu.
Fullur texti greinarinnar fáanlegur á https://www.vb.is/frettir/nyjung-i-islenska-hotelgeiranum/