Newsroom

Nýjung í íslenska hótelgeiranum

Nýstofnaða hótelfélagið Legendary Hotels & Resorts tilkynnti í síðustu viku um fyrirhugaða opnun fjölskylduhótels í Þykkvabæ, með fjölbreyttri afþreyingu. Félagið stefnir er að því að opna fyrir árslok 2023. Verið sé að bíða eftir tilskildum leyfum og samþykki frá viðkomandi stjórnsýslu.
Fyrirhugað sé að koma upp m.a. minigolf-velli, skautasvelli, borðtennisaðstöðu, leikfimisal, heilsulind, skotæfingarsvæði og bíósal.

„Fjölskylduhótel eru nokkuð algeng í Þýskalandi og Austurríki og sjálfur hef ég farið oft á slík hótel með fjölskyldunni. Þetta er eitthvað sem íslenski markaðurinn hefur ekki upp á að bjóða í dag,“ Dmitrijs Stals, forstjóri og stofnandi Legendary Hotels & Resorts, segir í samtali við Viðskiptablaðið.
Um 155 gistirými verði á fjölskylduhótelinu sem stendur á yfir 50 hektara landi. Gistirýmin verði að stórum hluta smáhýsi, allt frá 40-80 fermetrar.

„Þetta verður einstakt. Þarna mun börnum gefast meðal annars tækifæri á að vera í kringum hesta og önnur dýr. Fjölskylduhótel geta laðað til sín bæði innlenda og erlenda ferðamenn með innviðum umfram það sem þú finnur á hefðbundnu hóteli.“

Hann bendir auk þess á að Ísland sé það Evrópuland þar sem heimamenn sæki hvað mest í innlenda ferðaþjónustu.

Fullur texti greinarinnar fáanlegur á https://www.vb.is/frettir/nyjung-i-islenska-hotelgeiranum/